Fara í efni

HROKANUM HAFNAÐ

Örlitlar vangaveltur á kjördag. Merkilegt nokk en þá verður að teljast sem nokkrir aðilar að framboðum til sveitastjórnakosninga hafi gert allmikil mistök við uppröðun lista sinna. Tökum t.d. framsetningu lista samstarfsflokks VG í Reykjavík. Þar hefði nú ekki verið dónalegt að láta Hjálmar sem hefur gott pólitískt læsi og prestinn sem tæplega ber minna skynbragð á velferðarmálin en Oddný, leiða þennan lista. Ég segi hiklaust að sá frontur hefði leitt af sér betri útkomu. Hanna Birna geldur fyrir það að Gísli Marteinn sá ekki ástæðu til að leita á aðrar slóðir enda búinn að sérmennta sig í borgarmálum Reykvíkinga í Aberdeen. Í Kópavogi, mínum bæ, munu sjálfstæðismenn gjalda fyrir það að ekki ríkir einhugur um Ármann K. VG nær ekki að spyrna við að óánægjufylgið er að fara yfir á nýju framboðin. Hvað Reykjavík snertir þá tel ég að Þorleifur hefði laðað betur að en feministinn. Jóni Gnarr tókst það sem rútineruðum stjórnmálamönnum því miður tapast ævinlega sýn á, en hann hefur bara sagt það að ef hann fái sæti borgarstjóra þá viti hann að til staðar sé fullt af góðu starfsfólki sem muni leiða hann áfram til vitundar og þroska í starfinu. Þetta er það sem hinn almenni kjósandi hefur fallið fyrir, nefnilega HROKALEYSI.
Kv. Óskar K Guðmundsson, fisksali.