Fara í efni

HREYFING Á GUÐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁLUM

Leirfinnurinn
Leirfinnurinn


Í dag beindi ég fyrirspurn til innanríkisráðherra um framvindu í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum en sem kunnugt er var á vegum innanríkisráðuneytisins gerð ítarleg rannsókn á rannsóknaraðferðum lögreglu í þessum frægustu málaferlum Íslandssögunnar. Var skýrslu um það efni skilað snemma árs 2013.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru afgerandi, þ.e. að framin hefðu verið alvarleg brot á sakborningum við rannsókn málanna, þar sem flest bendir til að þvingaðar hafi verið fram játningar þeirra sakborninga, sem síðar voru dæmdir til fangelsisvistar, með því að beita þá harðræði við rannsóknina.
Augljóst er að með gerð þessarar rannsóknarskýrslu var málinu langt frá því að vera lokið, enda er  trúverðugleiki réttarkerfisins undir. Mitt álit er að ekki sé um annað að ræða en taka málið aftur upp fyrir dómstólum.  
Embætti Ríkissaksóknara hefur verið með málið til athugunar frá því skýrlsan kom fram.
Embættið kallaði eftir því hjá dómþolum, og aðstandendum þeirra eftir atvikum, að þeir taki afstöðu til þess hvort þeir óski eftir endurupptöku málanna.
Ef þessir einstaklingar eiga að geta veitt embættinu viðunandi svör, byggð á lagalegum sjónarmiðum, þurfa þeir eðli málsins samkvæmt aðstoð lögmanna. Til þess þarf fjárstuðning og sagði ég í fyrirspurn minni til innanríkisráðherra að mitt mat væri að stjórnvöld skuldi þessum einstaklingun slíka aðstoð.
Innnanríkisráðherra tók undir þessi sjónarmið og sagði þess væri að vænta að hreyfing kæmi á þessi mál og væri fjárstuðnings að vænta.
Umræðurnar í þinginu eru hér: