Fara í efni

HEILBRIGÐISKERFIÐ HRUNIÐ

Heilbrigðiskerfið nú halloka fer
helvítis kóvið um vandræðin sér
þeir eru að byggja
og framtíð tryggja
en áratugina það tekur allt hér.

Félagslegri einangrun flestir lúta
í fjölmenni bera grímur og klúta
hanga nú heima
láta sig dreyma
og gleðjast við fáeina flösku stúta.

Senn koma jólin sæt og fín
sæll þau prísa og þakka
þá allir dansa og gera grin
og góðmeti á smakka.

Í andskotans basli alla tíð
yfirleitt ég lendi
En gjörvileiki og gæfan blíð
gefur hlífðarhendi.

Nú verðbólgu hér háa fáum
henni fylgir mikil nauð
Og vandræði við líka sjáum
víða mun skorta brauð.

Með lýðræðið þeir leika sér
lýðnum sýna glottið
Klíkuskapur það kallast hér
kosninga plottið.

Væri það ekki bara best
að kjósa bráðlega aftur
Við þá hugsum fáum frest
og riðlast flokka kraftur.

Þótt mig skorti mat og klæði
mátti ég vel við una
Lífshlaupið var oft algjört æði
en vantaði hamingjuna.

Atkvæði lágu víst allstaðar
ástæðu teljum því ljósa
Þar illa að verki staðið var
vitaskuld eigum að kjósa.

Höf. Pétur Hraunfjörð.