Fara í efni

HEFUR SAMFYLKINGIN EKKI FYLGST MEÐ?

Sæll Ögmundur.
Ég vildi aðeins lýsa einlægum stuðningi mínum við þig varðandi ákvörðun þína og ráðuneytis þíns að selja ekki þessu kínverska hlutfélagi og aðaleiganda þess, en þar að baki er auðvitað kínverska ríkið, landið að Grímsstöðum.
Ég var sjokkeruð að heyra viðbrögð þingmanna Samfylkingarinnar og einnig forsætisráðherra og ráðherra ferðamála Katrínar Júliusdóttur, auk fyrrum samgönguráðherra. Ég get ekki skilið hvað Íslendingar eru annaðhvort heimskir eða illa upplýstir um Kínverja og hvernig þeir fara til landa t.d. í Afríku og fjárfesta þar o.s.frv. Þeir virða ekki mannréttindi.
Ég hélt að Íslendingar og þá þingmenn Samfylkingarinnar væru betur upplýstir auk þess að vita, að það verður ekki ferðamannastaður byggður upp á Grímsstöðum - þetta fólk hefur ekki lesið greinar í blöðum um golfvöllinn á Akureyri, sem skemmdist mikið vegna frosts. Samfylkingarmenn ættu frekar að auðvelda fyrirtækjum í Evrópu, þ.e. innan EES að fjárfesta á Íslandi og afnema gjaldeyrishöftin. Bestu þakkir Ögmundur !
Linda Ragnarsdóttir