Fara í efni

HANNA BIRNA ER ENN RÁÐHERRA EÐA HVAÐ?

Hanna Birna Kristjánsdóttir er enn innanríkisráðherra og hefði ég haldið að Stjórnskipunar- og eftirlitsnenfd gæti strangt til tekið kallað hana á sinn fund alla vega þar til hún lætur formlega af ráðherradómi. Er þetta ekki réttur skilningur?
Jóhannes Gr. Jónsson 

Jú, þetta er einnig minn skilningur. Hins vegar geri ég ráð fyrir að nefndin haldi sínu sriki, fái umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar þegar niðurstöður hans liggja fyrir síðan höfðum við gert ráð fyrir opnum fundi með innanríkisráðherra. Með afsögn Hönnu Birnu er óneitanlega komin upp breytt staða. Þetta skýrist væntanlega fljótlega upp úr helgi.
Kv.,
Ögmundur