Fara í efni

HÆÐST AÐ LÝÐRÆÐINU


Ekki held ég að á annað hundrað starfsmenn stofnana heilbrigðisráðuneytisins skrifi upp á boðskap Staksteina Morgunblaðsins í dag. Þar hæðist ritstjóri blaðsins að lýðræðislegum vinnubrögðum í heilbrigðisráðuneytinu við endurskipulaginngu og fjárlagagerð. Á fundinum voru frjóar og gjöfular umræður og ríkur vilji til að skoða starfsemi á vegum ráðuneytisins á gagnrýninn hátt með það fyrir augum að stuðla að markvissari vinnubrögðum og sem bestri nýtingu fjármuna. Allir vildu gagnsæ og lýðræðilsega vinnubrögð. Ekki tilskipunaraðferðafræði. http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/3063
Menn vita sem er að það vinnulag hefur ekki bara skilað okkur efnahagshruni. Í opinberri stjórnsýslu hefur uppskeran verið óánægja og árangursleysi. Líka við fjárlagagerð, gagnstætt því sem Morgunblaðið ætlar. Þannig skilar Sjálfstæðisflokkurinn heilbrigðisþjónustunni úr úr þennslunni og inn í kreppuna með yfir tvö þúsund milljóna skuld á bakinu.
Nú er unnið að því að vinda ofan af þessu auk niðurskurðar upp á þúsundir milljóna vegna efnahagsóreiðnnar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.  
Þótt Morgunblaðið reyni að gera lítið úr því þegar reynt er að taka á vandanum með lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum þá endurspeglar hann ekki þar með hið almenna viðhorf. Það kemur til dæmis fram í fréttatilkynningu, sem samráðshópur um hagræðingu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Reykjanes, sendi frá sér undir lok mars:

Óbreytt þjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tryggð

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur samráðshóps um málefni HSS en hópinn skipaði Ögmundur nýverið. Tillögur hópsins tryggja að nærþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður áfram sú sama sem verið hefur; bráðamóttaka á skurðstofu, þjónusta við fæðandi konur og umönnun aldraðara verður óbreytt svo eitthvað sé nefnt. Samhliða þessu næst fram sparnaður í rekstri HSS um rúmlega 130 milljónir króna og óvissu um rekstur stofnunarinnar hefur því verið eytt.

Starfmönnum að þakka - þeir leggja mest að mörkum

Það að raunverulegur  sparnaður náist án þess að dregið sé úr þjónustu og án þess að segja þurfi upp starfmönnum, er fyrst og fremst því að þakka að starfsmenn HSS taka á sig mikla launalækkun auk aukins álags við vinnu.  Óhætt er að segja að framlag starfsmanna hafi riðið baggamuninn og orðið þess valdandi að það tókst að mæta óskum ráðherra um sparnað, sparnaðarkröfum sem beinast að öllum heilbrigðisstofnunum. 

Ráðherra fer nýjar leiðir

Ekki hefði verið unnt að ná þessum árangri án frumkvæðis Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra en hann ákvað að fara aðrar leiðir en áður hafa verið farnar sem byggðu á samráði við nærsamfélagið og starfsmenn með því að skipa hollvini HSS í samráðshópinn ásamt starfsmönum HSS, Landspítala og ráðuneytis.

Samráðshópurinn var þannig skipaður:

Hallgrímur Guðmundsson, sviðstjóri stefnumótunarsviðs heilbrigðisráðuneytis, formaður, Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala. Tilnefnd af HSS:

Sigríður Snæbjörsdóttir, forstjóri HSS, Sigurður Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSS, Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarforstjóri á HSS. Tilnefnd af Hollvinasamtökum HSS: Sólveig Þórðardóttir, fulltrúi Styrktarfélags HSS, Eyjólfur Eysteinsson, fulltrúi Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

Reykjanesbæ  23. mars 2009 

F.h Samráðshóps um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Eyjólfur Eysteinsson.

Allar upplýsingar gefa Þórunn Benediktsdóttir Hjúkrunarforstjóri HSS 8600165

og Eyjólfur Eysteinsson s:896 1064