Fara í efni

HÁDEGISFUNDUR Í IÐNÓ Á LAUGARDAG!

Aldraðir 3
Aldraðir 3

Næstkomandi laugardag klukkan 12 verður efnt til fundar í Iðnó og er viðfangsefnið að þessu sinni staða aldraðra sem búa heima en þurfa engu að síður á aðstoð að halda.

Spurt er hvort öldruðum í heimahúsum sé sinnt sem skyldi.

Erindi Gunnars Alexanders Ólafssonar, heilsuhagfræðings nefnist, Aldraðir og kerfið

Anna Þrúður Þorkelsdóttir
, þjóðfræðingur og fyrrv. form Rauða kross Íslands svarar eftirfarandi spurningu: Hafa breyttar áherslur í þjónustu skilað öldruðum betra lífi?

Þórunn S. Einarsdóttir, félagsráðgjafi veltir eftirfarandi upp: Hvernig höldum við reisn okkar á gamals aldri?

Allir eru velkomnir á fundinn sem stendur í rúman klukkutíma.
Sjá feisbók: 

https://www.facebook.com/events/203672276816483/