Fara í efni

GOTT HJÁ FORSVARSMÖNNUM VERSLUNARMANNA, EN....

Gott er að heyra forsvarsmenn verslunarmanna lýsa yfir áhyggjum af kjaraþróuninni í landinu. En með fyllstu virðingu fyrir því ágæta fólki, langar mig þó til að spyrja hvort það hafi ekki einmitt verið VR sem lagði af kauptaxtakerfið í samningum sínum og hvatti þess að í staðinn ætti hver og einn einstaklingur að semja beint við forstjórann um launin sín og freista þess að ná eins miklu fram einn síns liðs. Hver man ekki eftir auglýsingaherferðinni þar sem kvenfólk var hvatt til að hafa sig vel til fyirir forstjóraviðtalið! Er það ekki nákvæmlega þetta sem síðan hefur gerst? Þeir sem standa hæst í launastiganum hafa mætt skilningi í forstjóraviðtalinu, lægri hlutinn hefur ekki haft árangur sem erfiði. Þetta gerist þegar samstöðuhugsun er vísað á dyr í kjarasamningum. Þá stóreykst misréttið. Væri ekki ráð að reyna að hafa eitthvert samræmi á milli orða og athafna.
Haffi