Fara í efni

GEIR SKAMMAR PÚTÍN

Gott hjá Geir að segja á NATÓ fundinum að okkur finnist ekki gott að Rússar séu að fljúga yfir landinu án þess að biðja Geir um leyfi. Gott framlag til heimsmálanna og mikið hugrekki hjá Geir  að vekja á þessu athygli á fundi þar sem Pútín heyrði til. Æðislegt - eða þannig. En skyldi Geir hafa orðað á fundinum hvað Íslendingum hafi þótt um fangaflugið - þar sem unglingar voru fluttir á vegum bandarísku leyniþjónustunnar til pyntinga í leyinfangelsi víðsvegar um heiminn í vélum sem millilentu á Íslandi. Þetta var gert í óþökk íslensku þjóðarinnar hvað þá að hún hafi verið beðin um leyfi, ekki einu sinni Geir. Þetta hefði forsætisráðherrann mátt orða á fundi þar sem Bush og allt NATÓ liðið heyrði til.  Það getur vel verið að ég hefði samþykkt að spandera í einkaþotu undir Geir á fund til að ræða mannréttindabrot Bush stjórnarinnar og hernaðarbandalagsins NATÓ. Hitt hefði Geir getað rætt við Pútín í síma.
Grímur