Fara í efni

GEFIÐ ÞJÓÐINNI SJENS!

Sæll Ögmundur.
Takk fyrir þitt ágæta svar. Ég skil þín sjónarmið, þú vilt lægja öldur og allt það... En! Á að drífa málið í gegn á einni viku og segja við þá sem lagt hafa vinnu í www.kjosum.is  að orka þeirra skipti ekki máli? Ég vil að þið gefið þjóðinni, þeim 16000 sem skrifað hafa undir nú þegar, og þeim 60% sem vilja Icesave í þjóðaratkvæði skv. skoðanakönnun sem MMR gerði, þann sjéns að mótmæla þeim samningi sem við höfum nú í farteskinu. Afhverju að drífa sig? Afhverju að afgreiða málið í þessari viku? Ég er á þeirri skoðun að við eigum ekki að borga eyri af þeim u.þ.b. 20 þúsund evrum sem stórþjóðir í skjóli valds síns hafa verið að koma yfir á okkur.
Ég veit vel að sá samningur sem okkur býðst nú er svo miklu miklu betri en Icesave II samningurinn. En hvað varð um þær siðferðislegu spurningar sem þú settir við þetta mál allt? Hvar erum við stödd í pólitík þegar við erum hætt að berjast fyrir hugsjónum okkar og farin í málamiðlanir í öllum málum? Ég vil að þú og samstarfsfélagar þinir sem eru jafnframt forystumenn í þeim flokki sem ég er í íhugi stöðu hugsjóna sinna og íhugi svo alvarlega afhverju það fór inn í þá ríkisstjórn sem er starfrækt hér á landi í dag.
Ágúst Valves Jóhannesson