Fara í efni

FULLTRÚI KRÖFTUGUSTU ALHEIMSSAMTAKA LAUNAFÓLKS Á ÍSLANDI


Á morgun fimmtudag heldur Hans Engelberts, framkvæmdastjóri PSI, Publuic Services International, Samtaka launafólks í almannaþjónustu, fyrirlestur um alþjóðavæðinguna í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Innan vébanda þessara samtaka eru yfir tuttugu milljónir manna og leyfi ég mér að fullyrða að þetta séu lang kröftugustu verkalýðssamtök starfandi á heimsvísu. Þau hafa beitt sér af miklum krafti fyrir réttindum launafólks um heim allan; í umræðu og átökum um einkavæðingu og þau hafa látið mjög að sér kveða varðandi GATS samningana sem nú standa yfir á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.

Á þessari heimasíðu svo og á heimasíðu BSRB hefur verið fjallað mikið um PSI en hér er slóð á frétt af framangreindum fyrirlestri Hans Engelberts: http://www.bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=895&menuid=  

 Og hér er heimasíða PSI : http://www.world-psi.org/