Fara í efni

Fulltrúar Íslands á heimsráðstefnu verkalýðsins í Japan

Þessa dagana fer fram í Miyazaki í Japan heimsráðstefna Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU). Á þinginu eru þrír fulltrúar frá Íslandi: Þuríður Einarsdóttir og Einar Ólafssson frá BSRB og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ. Ástæða er til að vekja athygli lesenda síðunnar á fréttum af þinginu en þegar hefur birst einn pistill frá Einari Ólafssyni á heimasíðu BSRB, sjá hér. Einar fjallar meðal annars um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í Írak.