Fara í efni

FÖSTUDAG HÁLF SEX FYRIR FRAMAN BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ

Mikilvægt er að sem flestir mæti fyrir framan bandaríska sendiráðið, föstudaginn 27. júlí,  klukkan hálf sex. Samtök herstöðvaandstæðinga efna til fundarins og eiga samtökin lof skilið fyrir að skapa vettvang fyrir mótmæli gegn innrás Ísraela í Líbanon og því skefjalausa ofbeldi sem Ísraelar beita Palestínumenn á herteknu svæðunum í Palestínu. Allt þetta komast Ísraelar upp með í skjóli bandaríska heimsveldisins og virðist þá engu skipta þótt Ísraelar verði uppvísir af mjög grófum mannréttindabrotum og stríðsglæpum eins og þeir eru skilgreindir í alþjóðalögum og sáttmálum. Okkar vesæla ríkisstjórn þorir sig hvergi að hræra, enda taglhnýtingur þeirra Bush og Blairs.
Söfnum liði, mætum til þessa baráttufundar og allra þeirra funda sem boðað verður til sem mótmæla ofbeldinu og tala máli alþjóðasamninga og friðsamlegra lausna.

Hér eru athyglisverðir nettenglar um tengd málefi: 

http://notendur.centrum.is/~einarol

http://www.fridur.is/ - Kíkið á Friðarvefinn. Hann hefur verið endurnýjaður