Fara í efni

FÓR SJÁLFUR Á VEFINN

Í fréttum í gærkvöld sá ég mikið gert úr því að þú hafir setið hjá við atkvæðagreiðslu um 7. gr. laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins, en sú grein lögbindur að lífeyrissjóðir skuli ávallt leita hæstu vaxta. Í Kastljósinu varst þú sagður hluti af „já liðinu". Þar sem ég horfði á Kastljósið daginn áður og sá ummæli þín þar um að þú hafir staðið gegn þessu varð ég forvitinn og fór sjálfur á alþingisvefinn. Þar sá ég þau ummæli sem þú viðhafðir við atkvæðagreiðsluna. Ég læt þau fylgja með hér að aftan ásamt vefslóð. Ég sé ekki annað en þú tjáir andstöðu þína við þetta ákvæði með skýrum hætti. Ögmundur Jónasson: Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um ákvæði þar sem lögbundið er að jafnan sé leitað eftir hæstu ávöxtun sem völ er á á markaði. Ég tel rangt að lögþvinga hámarksvexti með þessum hætti. Ég tel hins vegar rétt að sjóðstjórn gæti þess jafnan að leita eftir ávöxtun fjármuna sjóðsins á ábyrgan hátt. Ég get því ekki stutt þessa brtt http://www.althingi.is/altext/121/12/r20134038.sgml
Árni V.