Fara í efni

FLÓTTAMENN OG LYFJAMÁL Á EVRÓPURÁÐSÞINGI

evrópuráðsþing spt 2015 - 3
evrópuráðsþing spt 2015 - 3

Þessa viku sit ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg og skrifa ég þessar línur að loknum tveimur fyrstu dögunum.  Mál málanna hefur verið flóttamannastraumurinn til Evrópu. Sjaldan hefur mælendaskráin veri lengri en í þessu máli.
Thorbjörn Jagland, aðalritari Evrópuráðsins, opnaði umræðuna ásamt Lauru Boldrini, forseta fulltrúadeildar ítalska þingsins.

Fátæk Evrópa tók á vandanum fyrir hálfri öld!

Boldrini kallaði á endurmat á öllu regluverki Evrópuríkja hvað varðar flóttamenn og Jagland hvatti til samstöðu um lausn vandans. Hann minnti á að árið 1956 hefðu  á örskömmum tíma  200 þúsund flóttamenn komið til Austurríkis frá Ungverjalandi og á jafnskömmum tíma hefði verið hægt að greiða götu þeirra til annarra ríkja þar sem þeir síðan settust að. Þá hafi Evrópa verið fátækari og síður skipulögð en nú. Samt hefði þetta tekist. Og nú þyrfti ríkari og betur skipulögð Evrópa að sýna hvers hún væri megnug.

Gagnrýni á Dyflinarsamkomulagið

Fram kom gagnrýni á Dyflinar-samkomulagið einkum af hálfu ríkja í sunnaverðri Evrópu sem er ekki undarlegt því samkomulagið hvílir á þeirri grunnreglu að fyrsti áfangastaður flóttamanna í Evrópu væri ábyrgur fyrir þeim. Og þessa dagana koma þeir allir fyrst til Suður-Evrópu sem er að bugast undan þunganum.

Vandi af nýrri stærðargráðu

Þessari gagnrýni var andæft og bent á þá kosti sem fylgdu Dyflinar-samkomulaginu og byggja á því að sömu einstaklingar séu ekki með sína umsókn um hæli í mörgum löndum í einu. Svo fremi sem umsóknir þeirra væru meðhöndlaar af fagmennsku og sanngirni væri þannig komið í veg fyrir tvíverknað. Á móti var bent  á að við værum nú að fást við annað og miklu stærra mál en tiltölulega fáa hælisleitendur sem sæktu um hæli eins og undanfarin ár. Nú stæðum við frammi fyrir meiri háttar fólksflutningum og við því yrði að bregðast.

Flóttamannapassi

Niðurstaðan var sú að hvetja til skuldbindandi kvótaskiptingar og jafnframt að til yrði ný skilgreining: „evrópskur flóttamaður", sem nyti réttinda sem slíkur þótt hann flytti á milli landa innan Evrópu. (..." European refugee for beneficiaries of international protection , allowing transfer of residence and exercise of other rights between states...".) þar er komið samþykki fyrir flóttamannapassanum sem ég hef áður vikið að, https://www.ogmundur.is/is/greinar/evropskur-flottamannapassi .
Spurningin er svo hvernig ríma saman lögbundinn kvóti og hreyfanleiki á milli landa.

Ákvarðanir stórríkisins?

Bent var á í umræðunni að Evrópuráðið væri að færa sig upp á skaftið sem eins konar stórríki sem setti öllum skuldbindandi reglur, það væri hlutverk annarra, og þá ekki síst Evrópusambandsins sem jú langar til að verða stórríki. Það síðastnefnda  eru reyndar mín orð en ekki annarra!

Þörf á róttækri endurskoðun

Hins vegar sýnir þetta að mannréttindahluti Evrópu, sem Evrópuráðið sannarlega er, segir nú afdráttarlaust að með nýjum aðstæðum þurfi nýjar og róttækar ráðstafanir. Undir það tek ég.
Ég greiddi í einu tilviki atkvæði með breska Íhaldinu. Það vildi samþykkja áskorun til ríkra arabaríkja að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar gagnvart flóttamönnum og axla sína ábyrgð - sem þau engan veginn gera.

Olíuauðlegðar-ríkin axli líka vandann

Tillagan er svohljóðandi á ensku: „The Assembly also invites the Kingdom of Saudi Arabia, Kingdom of Bahrain, the Sultanate of Oman, the State of Quaar, the United Arab Emirates and the State of Kuwait to sign up as soon as possible to the 1951 Convention relating to the Status of Refugees and the 1967 Protocol."  
Þessi tillaga var felld. Því miður. Ástæðan var sögð sú að með þessu móti væri verið að drepa málinu á dreif. Þær ákvarðanir sem nú væri þörf á, ættu að beinast inn á við - gagnvart aðildarríkjum Evrópuráðsins en ekki öðrum.

Lítið rætt um þá sem skapa vandann!

Í þessari löngu umræðu um flóttamenn var aðeins einn þingmaður, Annette Groth frá Þýskalandi sem ræddi orsakir vandans og spurði hvers vegna umræðan snerist ekki einnig um þá sem byggju þennan vanda til.  Nefndi hún loftárásir og ofsóknir Tyrkja á hendur Kúrdum og linnulausar árásir Saudi Araba og Bandaríkjamanna í Jemen. „Þarna er verið að leggja drög að nýjum straumi flóttamanna", sagði þessi þýski þingmaður sem sótti Ísland heim í sumar, sjá:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ahugaverdur-fundur-i-fridarhusi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/fjallad-um-kurda-og-palestinumenn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-ad-fa-sjalfan-skadvaldinn-aftur-a-midnesheidina

Lyfjaiðnaðurinn undir smásjá

Lyfjamarkaðurinn hefur einnig verið fyrirferðarmikill í umræðu hér á þinginu og var samþykkt mjög góð ályktun um nauðsyn þess að koma böndum á hann með regluverki sem kvæði á um gagnsæi, samskiptareglur heilbrigðiskerfis og þessa iðnaðar og svo einnig markvissa menntun heilbrigðisstarfsmanna um eðli þessarar starfsemi. Ég tók þátt í þessari umræðu og talaði fyrir hönd vinstri flokkanna hér á þinginu um þetta efni.
Andstæðingar samþykktarinnar töldu að lyfjafyrirtækin ættu sjálf að setja sér siðareglur og ekki mætti leggja stein í götu þeirra með íþyngjandi regluverki.
Enginn velkist þó í vafa um að sókn margra lyfjafyrirtækja í gróða er yfirgengileg og bitnar á greiðendum lyfjanna hvort sem það eru sjúklingarnir sjálfir eða skattgreiðendur. Á endanum bitni þetta á sjúku fólki sem hafi siðferðilega rétt á aðgangi að bestu lækningu sem tæknin og vísindin bjóða uppá.
Skýrsla um málefnið:
http://assembly.coe.int/nw/xml/XRef/X2H-Xref-ViewPDF.asp?FileID=22030&lang=en

   

Eftirfarandi er ræða mín á ensku:

I would like to thank the rapporteur, Ms. Lilian Maury Psquier, for a truly excellent rapport. I speak on behalf of the United Left Group in this Parliamentary Assembly and I would like to start by saying that we fully endorse the report and the draft resolution.

Recently we have been reminded on both sides of the Atlantic how timely this debate is.

In Europe there is growing concern about the rocketing prices of medicaments and in the US  Bernie  Sanders, the left wing candidate for the presidency and in his wake Hilary Clinton, put the focus on the necessity to regulate the pharmaceutical industry. Clinton has suggested a ceiling be put on each individual patient´s private cost of medicines - about two hundred and thirty euros per month,  after that the state should step in with a helping hand. This should hold for medicaments accepted by the health authorities. It struck me how high the suggested ceiling is, or ten times the ceiling in my country, Iceland - which many of us regard as being too high.

The example used by Sanders and Clinton, and which hit the front page of the New York Times, was a medicine for HIV patients, called DARAPRIM, which had been sold  at 13 dollars and 50 cents per pill, but after the company came into the hands of speculators under the label Turin Pharmaceuticals,  it rocketed to 750 dollars a pill - a rise of 5500 percent! This brings to light how exorbitant the prices can get.

Of course this is an extreme example but nevertheless it throws light on the dangers when the fate of very ill people is at the mercy of speculators. At a hearing yesterday in the Social Committee, via satellite from New York and New Delhi in India, Annad Grover, the former United Nations Rapporteur on the „right to health" warned against pharmaceutical companies become „rent gathering tools" as he phrased it.

 This is a concern for patients, the health system at large and of course for the taxpayer.

It is a fragile and difficult discussion, especially where merge the purses of the tax payer and speculators. I know this well from my own experience as a former Minister of Health. People burdened with difficult health problems often blame the authorities not going along with the the demands of the providers of medicines that are seen as saving their lives or making life bearable for them. This is understandable and indeed understood by companies bent on mobilising sick people for their own narrow profiteering interests. But we must also remember that the authorities must be careful not to brand everybody as a villain. There are the good and there are the bad.

We all recognize that research and development is costly but necessary.  But the cost is often  enormous and accordingly the financial burden of patients, (sometimes, but not always through their insurance companies), or the tax payer, as is the case in many European countries.  

And therefore we ask, what is to be done to protect the interests of the payer?

More transparancy says this report. But it also says that this is not enough. The pharmaceutical industry has proven that it cannot be self- regulating.  Therefore we need stricter authorisation policies and we need a more formal approach on the inter-action between the pharmaceutical industry and health -sector stake holders  and we need more education on all the dimensions involved.