Fara í efni

FJÖLMIÐLAR LEIÐRÉTTI ÓSANNINDI

fjolmidlaflora
fjolmidlaflora

Ritstjóri Fréttablaðsins gerði því skóna í leiðara (31. ágúst) að ég hefði árið 2004 veist að þáverandi dómsmálaráðherra vegna stöðuveitingar. Á daginn kom að þetta var alrangt. Ritstjórinn notaði ummæli úr allt öðru samhengi til að afbaka veruleikann. Nokkrir fjölmiðlar tóku þetta engu að síður ógagnrýnið upp. Vefmiðlar og sjónvarpsstöð áréttuðu ósannindin með myndskreytingu. Hnefi er steyttur að þáverandi dómsmálaráðherra án þess að svo hafi í reynd verið. (sjá t.d. http://visir.is/ogmundur-fyrir-8-arum---radherrar-fari-a-skolabekk-til-ad-laera-jafnrettislog-/article/2012120909936

En höfuðið var bitið af skömminni þegar Fréttablaðið hélt ósannindunum áfram á leiðarasíðu blaðsins í gær (3. sept.) þótt í sama blaði birtist eftir mig grein þar sem ósannindin voru hrakin.
Fréttablaðið ætti ef til vill að beina nokkrum gagnrýnum spurningum að sjálfu sér. Aðrir fjölmiðlar sem fóru með rangt mál í framangreindu máli mættu gera slíkt hið sama. Er til of mikils ætlast að fjölmiðlar leiðrétti ósannindi?