Fara í efni

FJÖLMENNUM Í IÐNÓ!


Í dag klukkan 16 verður efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík vegna grimmdarverkanna á Gaza. Það er mikilvægt að fólk sýni samstöðu með fórnarlömbunum og þá jafnframt og kannski fyrst og fremst, andstöðu við glórulaust ofbeldið. Í mínum huga eru óskiljaleg linkuleg vibrögð íslenskra stjórnvalda. Ríkisstjórn Íslands segir að ekki sé "til siðs" að ríkisstjórnir álykti í tilefni af atburðum eins og þessum! Þetta er ekki rétt. Stundum bregðast ríkisstjórnir meira að segja þannig við þegar þeim ofbýður að þær hreinlega slíta stjórnmálasambandi. Skyldu það ekki kallast viðbrögð af hálfu stjórnvalda?
Því miður á ég sjálfur ekki kost á að sækja fundinn í dag en verð á honum í andanum!

Dagskrá fundarins í Iðnó er eftifarandi:

Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, segir frá lífi og starfi bandaríska friðarsinnans Rachel Corrie sem lét lífið á Gaza-svæðinu 16. mars 2005 þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana. Þóra Karítas fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie" sem frumsýnt verður 19. mars.

Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, flytur ræðu.

Tekið verður viðal við Jean Calder, ástralska konu sem býr og starfar í Khan Younis á Gaza-ströndinni. Jean Calder hefur unnið í þrjá áratugi að endurhæfingu fatlaðra á vegum Palestínska rauða hálfmánans í Líbanon, Egyptalandi og á Gaza síðustu 13 árin.

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, flytur ræðu.

Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Von er á frumflutningi lags um fjöldamorðin á Gaza.

Kertafleyting á Tjörninni til minningar um fórnarlömb fjöldamorðanna á Gaza.

Fundarstjóri: Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.