Fara í efni

FARIÐ VARLEGA

Það er ljóst að nýjustu fréttir af framlagi Ísraelsmanna til friðarviðleitni munu ekki bera árangur. Það er sorglegt að sjá heila þjóð aftrompaða með slíkum hætti af vægast sagt misvitrum ráðamönnum hennar. Þarna niður frá væri svo sannarlega gott tækifæri fyrir capasent eða hvað þeir heita til að mæla fylgi íbúa Ísraelsríkis við þessa aðför. Frávikstölur yrðu engar þar sem fylgi yrði fortakslaust gegn slíkri skammarframkomu við það fólk sem í hlut á. Hins vegar hefur belgingurinn og blásturinn sem fylgt hefur í kjölfarið af hálfu samstarfsflokks VG verið á þá lund að jaðrar við áður margheyrða vanþekkingu. Er ekki bezt áður en farið er að slíta stjórnmálasambandi við þetta umdeilda herráðsríki að hlusta eftir því hvað hið marg tilvísaða alþjóðasamfélag hyggst gera. Ég vona og held auk þess að tilsjónarmaður málefna er snerta utanríkismál okkar taki sér góðan tíma áður en hann stígur það skref, líklega mun það betur óstigið.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali.