Fara í efni

ERTU SAMMÁLA SEÐLABANKA?

Sæll Ögmundur.
Deilir þú eftirvæntingu Seðlabankamanna eftir spákaupmönnum í vaxtamunarviðskipti? Síðast þegar núverandi stjórnendur Seðlabanka Íslands lögðust í víking, tókst þeim að koma hinum margrómuðu Jöklabréfaútgáfu í 1.000 milljarða og þar með urðu vextir ein helsta útflutgningsafurð Íslendinga. Í vikðurkenningarskyni, veitti núverandi aðalhagfræðingur bankans móttöku bikar frá Drobny Advisors sem sérhæfa sig í ráðgjöf til vogunarsjóða. Telur þú einhver hófleg efri mörk á heildarútgáfu jöklabréfa í framtíðinni? Er einhverstaðar hægt að kynna sér stefnu VG varðandi peningamálastjórnun?
Arnar Sigurðsson

Ég deili ekki þessari eftivæntingu Seðalabanakans  nema síður sé og hallast að því að við séum sömu skoðunar.
Ögmundur