Fara í efni

ER VG GENGIN Í D EÐA ER VG OG D GENGIN Í S EÐA ÖLL KOMIN Í VIÐREISN – EÐA ERU ALLIR ORÐNIR PÍRATAR EÐA … ?

Ríksstjórnin ræðir nú einkavæðingu banka, styður hernaðarofbeldi Tyrkja á NATÓ fundi, ræðir nýtt brennivínsfrumvarp, þorir ekki eða vill ekki sporna gegn eignasamþjöppun á jarðeignum með lögum sem duga, markaðsvæðir raforkukerfið … Hver er hvað og hvað er hver? Er engin í pólitík lengur? Pólitíkin á að snúast um lýðræði, um að veita ólíkum skoðanastraumum inn á vinnsluborð framkvæmdavaldsins. Þess vegna eru mismunandi flokkar. Það hélt ég.
En hvað er til ráða þegar þeir renna allir saman í eitt? 
Þá er eitthvað mikið að því úti í þjóðfélaginu eru allar þessar skiptu skoðanir til staðar og oftar en ekki er meirihlutaviljinn á öndverðum meiði við Austurvöll.
Er þetta nógu gott? Það finnst mér ekki.  
Jóhannes Gr. Jónsson