Fara í efni

Er ekki kominn tími til að fara að lesa Tímann Ögmundur?

Þú ert svo upptekinn af þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Einari K. Guðfinnssyni, að þér yfirsjást menn sem þurfa á enn meiri uppfræðslu að halda en jafnvel Einar K. og er þá mikið sagt. Hér er að sjálfsögðu átt við vesalings litlu Framsókn og þá sem ganga á hennar vegum; Framsókn, sem er að burðast við að koma sér upp málgagni, sem hún, í þrá eftir fornri frægð, kallar Tímann. Leiðarahöfundur Tímans, sem lengi vel lét ekki nafns síns getið en hefur nú sett undir leiðara sinn stafina PG,  leyfir sér að halda því fram, eins og Einar okkar K. Guðfinnsson, að þú hafir valið sprengjutilræðið í Kabúl " til þess að hreyta ónotum í íslensku friðargæsluna..." í Kabúl.
Ég hef fylgst með blaða-, útvarps- og sjónvarpsviðtölum við þig Ögmundur þar sem þú hefur alltaf tekið fram að það sé mál allra þeirra sem til þekkja, að íslenska Friðargæslan hafi staðið sig vel og hefur þú sérstaklega vísað í flugumferðarstjórnina í Kosovo og Kabúl. Auðvitað er þetta ekki svaravert hjá Einari K. og hinum nafnlausa framsóknarmanni. Fyrir alla þá sem vilja vita er gagnrýni þín fullkomlega yfirveguð og málefnaleg. Sífellt fleiri spurningar eru hins vegar að vakna í mínum huga. Í fyrsta lagi fannst mér mjög athyglisverð grein þín hér á heimasíðunni þar sem þú vísar í mannréttindabaráttu afganskra kvenna. (sjá hér)
Í öðru lagi verð ég hugsi yfir ástandinu í Kabúl. Okkur er sagt að allt sé þar í himnalagi. Síðan kemur í ljós að ekki er óhætt fyrir "frelsarana" að fara inn í bæ og koma við í vinsælustu verslunargötum borgarinnar. Hvað segir þetta okkur um ástandið? Og enn staðnæmist ég við frétt í Washington Post frá í ágústlok þar sem fram kemur að Karzai, forseti Afganistans, treysti sér ekki til að velja afganska menn í lífvarðasveit heldur fái hann bandarískt verktakafyrirtæki til að annast vörsluna fyrir sig. Eru menn að tala um árangur? Í stuttu máli: Skoðanabræðrum talibana falið vald yfir stórum hluta landsins, og forsætisráðherrann fær bandaríska atvinnubyssumenn til að passa sig fyrir landsmönnum sínum. Er ekki eitthvað að í Afganistan? - alla vega er eitthvað að fréttaflutningnum frá Afganiastan.

Sjá nánar:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/articles/A44361-2004Aug29.html

Washington Post

Monday, August 30, 2004; Page A01

Afghan Office of U.S. Firm Hit by Bomb

by Pamela Constable

[...]

DynCorp Inc., the Reston-based security firm whose office was apparently targeted by the bomber in Kabul, provides a large team of private guards for Karzai, who shifted from Afghan guards shortly after the assassination of Vice President Abdul Qadir in July 2002.

Ég læt hér líka fylgja slóðina í ívitnaða Tímagrein, sjá hér.

 Kveðja,
Sunna Sara

Þakka þér bréfið Sunna Sara. Meðan þú lest nýja Tímann fyrir okkur hef ég engar áhyggjur.
Kveðja,
Ögmundur