Fara í efni

Enn um þrýstiaðgerðir í þágu mannréttinda

Hér á síðunni hefur verið fjallað allítarlega um hvaða leiðir menn telji vænlegastar til að stöðva hernaðarofbeldið sem Ísraelar beita Palestínumenn. Inn í þessa umræðu á heima áskorun, sem  Grasrótarsamtökin GIPP (Grassroots International Protection For The Palestinian People), hafa sent frá sér. Dr. Mustafa Barghouthi  sendir áskorunina í nafni samtakanna, en hann er m.a.formaður læknishjálparnefndanna UPMRC sem Íslendingar hafa haft mikil tengsl við, m.a. í gegnum neyðarsöfnun og sjálboðaliðastarf  Félagsins Ísland-Palestína. Frá þessu greinir nánar á heimasíðu þeirra samtaka (sjá hér).