Fara í efni

ENN UM KLA.TV

Fyrir nokkrum dögum vakti ég athygli á Kla Tv, merkilegu framtaki í upplýsingamiðlun. Þá sagði ég m.a. eftirfarandi: “Ég vek athygli á Kla. TV sem er upprunalega þýskumælandi miðill en er nú að finna á fleiri tungumálum og með framlagi víða að þar á meðal Íslandi. Ég er áskrifandi  af íslensku fréttsabréfi Kla TV og líkar mottóið sem starfað er samkvæmt:  Við fullyrðum ekki að við getum alltaf flutt allan sannleikann en við flytjum ykkur gagnrýnar raddir.”
Í samræmi við þetta segir í nýjasta fréttabréfi Kla TV: “Á alþingi Íslendinga, rétt eins og í stjórnarráðum víðsvegar um heim, eru enn teknar ákvarðanir sem snerta hag þjóðanna. Við hvetjum til þess að nákvæmlega sé fylgst með og að við höldum vöku okkar. Í fréttabréfinu núna viljum við minna á útsendingar sem beina sjónum að ýmsum hitamálum í okkar samfélagi. Okkar innlegg í þessa umræðu er að verða breytingin sem við viljum hafa. Og hlusta á samtöl úr sem flestum áttum.”
Nú er komið nýtt fréttabréf frá Kla TV og birti ég hér slóðina á það og geri ég það af tveimur ástæðun, annars vegar vegna þess að ég vil vekja athygli á hinu lofsverða framtaki og hins vegar vegna þess að slóðin sem ég gaf við fyrri birtingu (varðandi að hafa samband) var röng. Hún hefur nú verið leiðrétt: samand.is@kla.tv 
Hér er svo aðgangur að fréttabréfinu: https://www.kla.tv/is