Fara í efni

EKKI SETJA OKKUR Í SAMA FLOKK OG GLÆPAMENN!

Ég hvet þig Ögmundur til þess að kynna þér vel sem flestar hliðar og hagsmuni skotvopnaeiganda og vandir þig áður en þú setur saman endanleg drög að breytingum á þessum lögum. Ekki láta stjórnast af einhliða áróðri um að öll byssueign sem undir rót af glæpastarfsemi.
Raunin er sú að langflestir byssueigendur eru ábyrgir og löghlýðnir borgarar sem ekki vilja láta refsa sér vegna fáfræði og fordóma. Úrdráttur úr pistli sem ég setti inná spjallvef Hlað.is. Að mínu mati er ekki þörf á því að herða skotvopnalögin með þessum hætti það er nú þannig að þeir sem stunda veiðar eða skotvopna sport af einhverju tagi þ.e innan félaga, í keppnum eða þá einfaldlega á eigin vegum ( íþróttaiðkun á eigin vegum er ennþá leyfileg) eru menn sem eru búnir að leggja mikið á sig til að eignast góð verkfæri til sinnar tómstundaiðkana og kosta stóru fé og mörgum árum til að eignast ýmsar gerðir byssa allt eftir því hvað þá langar að gera í það og það skiptið og flestir vita að þetta er dýrt sport eins og svo mörg önnur.
Ég er einn þessara manna og mér þykir mjög vænt um þessi verfæri mín þau veita mér mikla ánægju en ég stunda mest mitt sport á eigin vegum. Vegna vinnu minnar er ég ekki alltaf heima þegar keppnir eru haldnar en ég starfa sem sjómaður. Ég er þó skráður í ein tvö skotfélög en mæti ekki endilega alltaf á allar æfingar jafnvel þó ég sé í landi. Mig langar engu að síður að fá að eiga byssurnar mínar áfram þar með talið hálfsjálfvirku skammbyssuna mína og fá að stunda mitt sport áfram. Þess vegna reyni ég eftir bestu samvisku að vera eins ábyrgur í meðhöndlun og notkun og mögulegt er og hvet einnig aðra til þess sem í kringum mig eru þegar ég sé eitthvað sem betur má fara hjá þeim t.d varðandi öryggi o.þ.h.
Það er svo sem satt sem Ögmundur sagði í fréttaviðtali Stöðvar tvö um daginn að menn þurfa ekkert að eiga hálfsjálfvirkar skammbyssur en það er líka þannig að menn þurfa ekki á ýmsu að halda sem við samt erum að nota dags daglega og fólki finnst ekkert sjálfsagðara en að hafa fullt frelsi til að nota. Við þurfum t.d ekki 200hp bíla til að koma okkur í vinnuna, við þurfum ekki áfengi, við þurfum ekki sjónvarp, við þurfum ekki tölvur, við þurfum ekki iphone o.s.f. En það er nú samt þannig að margir af þessum hlutum sem við ekki þurfum veita okkur samt ánægju og eða auka þægindi okkar.
Af hverju á að taka af mér og ykkur hinum þann möguleika á fá að eignast hálfsjálfvika skammbyssu þrátt fyrir að vera búinn að vera ábyrgur skotvopnaeigandi í fjölda ára á þeim forsendum að glæpamenn sem eru með smygluð og stolin skotvopn verði að stöðva.
Ég kæri mig bara ekkert um að vera settur í sama áhættuflokk og dópistar og aðrir glæpamenn. Ekki veit ég hvort Ögmundur er með byssuleyfi eða hvort hann hafi nokkurn tíman stundað einhverja tómstundaiðkun eins og til dæmis íþróttir en mig grunar það að hann sé að láta mata sig af einhverjum ráðgjöfum sem hugsanlega eru með óhreinar hugsanir í garð samborgara sinna og vilja rúa okkur öllu því trausti sem við erum búnir að ávinna okkur og refsa okkur þannig fyrir glæpastarfsemi sem við stundum alls ekki.
Ég vona svo sannarlega að rödd skynseminnar nái til Ögmundar og hans manna og gott væri ef hann myndi kynna sér þetta sjálfur persónulega t.d með því að heimsækja skotfélögin og tala við menn og virkilega vanda sig áður en hann eyðileggur áhugamál fjölda manna með óvönduðum vinnubrögðum.
Ég skora hér með á forsvarsmenn skotfélaganna að óska eftir fundi með Ögmundi til að ræða þessi mál, kynna fyrir honum hvernig keppnir fara fram, mismun skotvopna eftir greinum og notkun, jafnvel bjóða honum að prufa stutta æfingu. Það er aldrei að vita nema menn geti smitað kallinn af byssubakteríunni :)
Sigurður Óskar Óskarsson