Fara í efni

EKKI KENNA NATÓ-FYLGISPEKT VIÐ LÝÐRÆÐI!

Nató - Vopn
Nató - Vopn


Í febrúar 2014 var lýðræðislega kjörinn forseti í Úkraínu settur af með valdi. Hann þóttiandsnúinn ESB og hallur undir Rússa.

Bandarísk yfirvöld voru staðin að verki um bein afskipti, m.a. um að vilja handvelja leiðitaman eftirmann. Þetta er allt skjalafest og sumt hljóðritað.

Fasísk öfl voru gerendur í valdaráninu og eru enn.

Eftir hrun Sovétkerfisins var Krím-búum hótað valdbeitingu ef þeir lýstu yfir sjálfstæði frá Úkraínu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ráðandi stjórnmálaöfl í ESB og NATÓ neita að virða lýðræðislegansjálfsstjórnarvilja íbúa Krím.

Forystumenn kommúnista á úkraínska þinginu voru beittir ofbeldi af hálfu fasista, meðal annars í ræðustól þingsins.

Í Úkraínu er, frá síðasta vori, refsivert að tala fyrir markmiðum sameignarstefnu undir merkjum kommúnisma.

Þegar Rússar kyntu síðan undir í rússneskumælandi austurhluta Úkraínu og innlimuðu Krímskagann, að lokinni umdeilanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, var ákveðið að láta til skarar skríða gegn þeim,
a) með því að beita sér fyrir lækkun olíuverðs á heimsmarkaði með pólitísku handafli vitandi að slíkt veikti rússneskan efnahag meira en nokkuð annað,
b) með efnahagslegum refsiaðgerðum sem hefðu í bland það pólitíska markmið að stilla upp á ný kaldastríðskórnum gamla og fá hann til að taka lagið.

Allar „lýðræðisþjóðirnar" voru fengnar til að syngja með. Ísland vildi syngja þannig að eftir yrði tekið. Væntanlega til að sýna hve flott við erum í samræmdu göngulagi „lýðræðisþjóðanna", þegar kallið kemur, frá þeim sömu og studdu SaddamHussein gegn Íran þótt hann væri kúgariog notaði efnavopn gegn Kúrdum,  réðust síðan á Írak eftir að „Saddam, thegoodcrook" hafði gerst „lýðræðis"-olíu-þjóðunum mótdrægur, réðust á Líbíu þannig að þar eru nú rjúkandi rústir og þaðan stanslaus flóttamannastraumur, seldu Assad Sýrlandsforseta efnin í efnavopn og studdu síðan ISIS í Sýrlandi gegn honum á meðan það passaði, beita mannlasum sprengjuloftförum gegn saklausu fólki, leggja blessun yfir loftárásir NATÓ- ríkisins Tyrklands á Kúrda, reka pyntingabúðir í Guantanamó ....

Auðvitað er það ofrausn að tala um hagsmuni „lýðræðisþjóðanna". Um er fyrst og fremst að ræða hagsmuni hernaðar og fjármagns. En hvað skyldu þessihagsmunaöfl þurfa að gera til að fylgjendum NATÓ og ESB þætti ástæða fyrir Ísland að rjúfa samstöðuna;„rjúfa samstöðu lýðræðisþjóðanna"?

Við þessu kann ég ekki svar. En það er þetta sem ég á við þegar ég segist sakna Palme-tímans þegar Svíar rufu slíka samstöðu með því að tala máli mannréttinda hvort sem það var gegn Sovétríkjunum og fangabúðum þar, napalm sprengjuregni Bandaríkjamanna í Víetnam og yfirgangi og ofbeldi hervelda og ofbeldisfullra stjórnvalda hvar sem þau var að finna.

Skyldi vera til of mikils mælst að biðja stuðningsmenn NATÓ að hlífa okkur við því að kenna afstöðu sína í sífellu við lýðræði? Ég ætla að leyfa mér að fara þess á leit að þeir hætti þessu.

En hverjir skyldu fitna sem púkinn á fjósbitanum þegar gamlir kaldastríðssálmar eru kyrjaðir á ný? Það eru að sjálfsögðu harðlínuöflin rússnesku. Þau styrkjast sem aldrei fyrr samkvæmt margreyndri formúlu: „Sjáið hvað umheimurinn er vondur við okkur. Nú ríður á að Rússar standi saman!" Með þessu móti reynist gamla KGB foringjanum Pútín og félögum auðveldara að treysta sig í sessi og þagga niður í andstæðingum sem „vinna gegn hagsmunum föðurlandsins!" Eftir því sem hernaðar- og hagsmunapólitíkin verður augljósari vestan megin þeim mun auðveldar á ofbeldið og samsvarandi hagsmunayfirgangur  uppdráttar austanmegin. Þetta eru engin ný sannindi.

En þetta er ekki bara vatn á myllu einræðisafla í Rússlandi. Hinn fjölþjóðlegi hergagnaiðnaður fagnar og fitnar ekki síður en hinn pólitíski púki. Og aftur þar eru íslensk stjórnvöld hávær í þjónkun og fögnuði. Í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismálsemræddvar á Alþingi í mars sl.,kemur fram mikill fögnuður yfir því að NATÓ skuli hafa komið sér upp sérstöku „hraðliði" og að bandalagsríkin hafi skuldbundið sig til að leggjast í frekari hernaðaruppbyggingu! Fram kemur að allt þetta styðji íslensk stjórnvöld, sérstaklega að tekist hafi  „að stöðva niðurskurð til varnarmála ...og stefna að auknum fjárfestingum á þessu sviði næsta áratuginn."(Sjá umræður á þingi 19. mars sl.)

Það er ekki ónýtt fyrir NATÓ og hergagnaiðnaðinn að eiga svona bandamann. Og það er ekki að undra að íslenskum ráðherrum finnist gaman að fara á fundi í NATÓ og ESB. Þar fá þeir klapp á  kollinn fyrir að vera góður dáti þótt óvopnaður sé.  

Um tengt efni:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/island-i-taumi-esb-og-nato
https://www.ogmundur.is/is/greinar/fyrir-hvad-eru-islendingar-ad-refsa-russum
https://www.ogmundur.is/is/greinar/island-ur-nato
https://www.ogmundur.is/is/greinar/islensk-stjornvold-vilja-stodva-nidurskurd-hernadarutgjalda