Fara í efni

EKKI HÓLMSHEIÐI EN "MONORAIL" FRÁ KEFLAVÍK!

Góði Ögmundur.
Þú átt þakklæti fyrir stórgóða grein þína á vefsíðunni undir fyrirsögninni “LYGARINN SEM RÍKISSTJÓRNIN VILL AÐ VERJI ÍSLAND!”
Greinin er vel skrifuð að vanda, með markverðum upplýsingum og fróðleik og vel unnin sem hefur áreiðanlega verið töluverð vinna.
Ég virði áhyggjur Gauja því það er ekki seinna að vænna að undirbúa stórátak fyrir næstu alþingiskosningar.  Svar þitt var ágætt, en það verður eitthvað virkilegt og verklegt að ske í þessum málaflokki!  Sigurinn mun ekki verða af sjálfu sér!
Hljóðólfur benti á alvarlegt mál,  Ég er sammála svari þínu sem sýnist þó vera bæði með og á móti, því vil ég ítreka hans sjónarmið, og um leið að benda á, að þú hafir aldrei verið feiminn við gagnrýni og hafir oft birt hana á síðu þinni.
Ég er sammála Hljóðólfi að það megi alls ekki byggja flugvöll á vatnsverndarsvæðinu, og er furðulegt að náttúruverndarfélagið “Vinstri Grænir” skulu láta sér detta slíkt  í hug. Ég minnist þess þegar eitt olíufélaganna vildi byggja bensínstöð við þjóðveginn fyrir neðan Geitháls.  Þá urðu ýmsir sem þekkingu höfðu til að bera til að mótmæla þessari bíræfni svona nálægt Gvendarbrunnum og vatnssvæðinu umhverfis þá. Gagnrýnendur höfðu betur enda byggðu þeir á þekkingu. Sem betur fer var sú tíðin þá að menn létu segjast ef rökin voru fyrir hendi! Hér tala ég af nokkurri reynslu.

Vatnsverndarsvæðið á að vera örugglega afgirt og stranglega verndað, jafnvel að eilífu, því lífið liggur við.  Að láta sér detta í huga að flytja flugvöll á svæðið, eða jafnvel á Hólmsheiði í nágreni vatnsverndarsvæðisins, er glæpi næst, ef ekki er hægt að kenna vanþekkingu um. Þú mátt ekki halda að það “falli almennt í góðan jarðveg.” Það kemur ekki til greina Ögmundur, nema þá hjá þeim sem ekki skilja málið og hafa ekki fengið réttar upplýsingar.

Ég tel jafnframt húsabyggðina vera komna alltof nálægt þessari lífsnauðsynlegu náttúruperlu, sem allt Gvendarbrunnasvæði er!

Ég er sammála þér Ögmundur, að það má láta Reykjavíkurflugvöll í friði þar til Keflavíkurflugvöllur hefur tekið við starfsemi hans og þjónustu, smátt og smátt.  Þegar svo hefur orðið, þá legg ég til að Vatnsmýrin verði friðuð af öllum mannvirkjum nema sem væru tengd vernduðu útivistarsvæði Reykjavíkur, sem væri þá tengt Tjörninni og Hljómskálagarðinum.

Það er rétt hjá þér að það væri mikið betri þjónusta við landsbyggðina að flugvélar þaðan lentu í Keflavík, frekar en í Reykjavík. Þá ekki bara til að komast sem fyrst til útlanda eins og þú segir, heldur munu þær flugvélar fara sí stækkandi og fólkinu fjölgandi, og þar um leið vænti ég að mikil gróska muni skapast á Suðurnesjum eftir að Kaninn er farinn, og það verður ekki langt þangað til að höfuðborgarkjarninn mun ná allaleið til Suðurnesja. Þetta getum við gert okkur nokkuð ljóst Ögmundur, jafnvel í okkar lífstíð, því við erum svo ungir!

Það mætti strax fara að bæta tveim akreinum við Keflavíkur veginn í sitt hvora áttina, jafnvel að innsta brautin væri hraðbraut sem yrði ekin á yfir hundraðkílómetra hraða, þó hraðakstur muni fara minnkandi vegna bensínskostnaðar. Allavega er nauðsynlegt að brautirnar yrðu fjórar í sitt hvora áttina og hraðari akstur leyfður á innstu brautunum og aðeins hægur akstur leyfður á ystu brautunum.

Annað sem ég tel að væri ekki svo vitlaust Ögmundur; er að nítísku “sporvagnar” sem “héngu á einum teini” (“Monorail”) í hvora átina væru lagðir “strax” á milli Keflavík til Reykjavíkur, með afleggjara til flugvallarins og viðkomustað á ýmsum þéttbýliskjörnum á leiðinni. Þetta mundi þjóna flugvellinum, og öllu svæðinu allt frá Suðurnesjum upp í Kjós, Þingvöll, (þar sem Alþingi ætti að sitja), Hveragerði og Selfoss um langa framtíð. Þessir “Sporvagnar” yrðu auðvitað knúnir raforku, sem sé innanlands orku, sem mundi spara gífurlega og gera kleyft að bjóða “ódýrt” og öruggt far í hvaða veðri sem er, því vagnarnir héngu ofan jörðu!   Og, frítt fyrir aldraða, og þá sem koma úr flugi!

Ef menn eru að spá í að flytja flugvöll með öllu sem því fylgir, og þarafleiðandi rekstur hans, þá ætti ekki að muna um þá framkvæmd sem ég er að leggja til hér að framan, sem mundi þjóna hundruð þúsundum Íslendinga um ókomna framtíð með íslenskri raforku! 

Þetta mundi ekki einungis auðvelda samgöngur fólks, meir en nokkuð annað á mjög hagkvæman og hraðan hátt, þetta myndi auka ALLT öryggi og atvinnuþjónustu, með því að halda uppi þessum nauðsynlegu samgöngum löngu eftir að olía og bensín verður vart hægt að nota til þess-arna. 

Þú sérð hér hversu óhæft það er að láta sér detta í hug að einkavinavæða Íslenska orku, eða önnur náttúruauðæfi!!!
Bestu kveðjur,
Helgi