Fara í efni

EINN MESTI FLÓTTAMANNAVANDI FYRR OG SÍÐAR

SÝRLAND 1
SÝRLAND 1

 Þótt fyrirliggjandi stuðningur sé góðra gjalda verður þá er ástandið svo alvarlegt og eymd heillar milljónar barna svo mikil að ástæða er til að íslensk stjórnvöld leggi fram skýra áætlun um hvernig þau geti með skipulegum hætti hlúð frekar að betri aðbúnaði þeirra sem mest þurfa á að halda. Íslendingar geta tekið á móti flóttamönnum, látið meira fé af hendi rakna og geta og eiga að rétta hjálparhönd með beinni aðstoð hjúkrunarfólks í samráði við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og aðra aðila eftir atvikum."

Þetta eru niðurlagsorð greinargerðar þingsályktunartillögu sem ég mælti fyrir í gær á Alþingi og er svohljóðandi: „ Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fram skipulega áætlun til átján mánaða um aðstoð við sýrlenska flóttamenn þar sem hugað verði að móttöku flóttamanna til Íslands og auknum fjárstuðningi til hjálparstarfs. Sérstök áhersla verði lögð á stuðning við börn og heilbrigðismál."

Ég hvet lesendur til þess að kynna sér rökstuðninginn sem er að finna í greinargerðinni en þar kemur fram að vegna stríðisins í Sýrlandi standi heimurinn nú  frammi fyrir einhverjum mesta flóttamannavanda fyrr og síðar: Sjá:
http://www.althingi.is/altext/143/s/0608.html
Flutningsræða: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140218T152024