Fara í efni

Eiga duttlungar að ráða uppsögn?

Munið fund BSRB, BHM og KÍ um yfirvofandi breytingar á ráðningarréttindum starfsmanna ríkisins fimmtudaginn 13. maí kl. 17.00 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89.

Með frumvarpinu um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er verið að afnema grundvallaratriði um starfsöryggi starfsmanna ríkisins en megintilgangur frumvarpsins er að gera forstöðumönnum ríkisstofnana auðveldara en nú er að segja starfsmönnum upp störfum.

Kjör starfsmanna ríkisins ráðast annars vegar af lögum og hins vegar af kjarasamningum. Lög um réttindi og skyldur eru þannig hluti af forsendum kjarasamninga. Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um réttindi og skyldur er verið að skerða kjör ríkisstarfsmanna. Það er meginregla í vinnurétti að ekki megi setja lög á gildandi kjarasamninga og skerða þannig umsamin kjör.