Fara í efni

EFNDIR EN EKKI NEFNDIR

Sæll Ögmundur.
Mig langaði til að þakka þér fyrir frábæra ræðu á Alþingi í gær. Það er gott að þú birtir hana hér á síðunni. Þú segir það sem segja þarf. Það eru auðstéttir í landinu og svo eru hinar vinnandi stéttir, og þú talar fyrir fólkið í landinu. Mér fannst Guðni Ágústsson í góðu formi líka. Það sem mér fannst samt einna best í þinni ræðu var að mér leið eins og leiðtogi væri að tala. Það er nefnilega rétt hjá þér að það þarf ekki fleiri "farvegi" eða nefndir heldur dugnað og atorkusemi . Við þurfum ríkisstjórn sem kann að leiða og kann að taka ákvarðanir, ekki stjórn sem er alltaf að bíða eftir því að bregðast við. Það er forkastanlegt að aðrir skuli þurfa að knýja ríkisstjórnina til að standa við brotabrot af loforðum sínum. Og hvernig er með kvennastéttirnar? Ég tilheyri einmitt "umönnunarstétt" og finnst niðurlægjandi að fá enn eina ríkisstjórn sem svíkur okkur. Ingibjörg Sólrun og Samfylkingin var margsinnis búin að lofa því að leiðrétta okkar kjör. Finnst ráðherrum það svo virkilega sæmandi að bera það á borð fyrir okkur að 80% loforða hafi komið til framkvæmda?
Guðrún