Fara í efni

DRÍFA EKKI ÖLL

Ekki er hún Drífa öll
eins og menn halda
iðjusöm hún flutti fjöll
fyrir það skal gjalda.

,,HÚSNÆÐISOKRIБ‘

Allt er í skuld og skrifað
skelfingar ástand er
Og á sultar launum lifað
 landinn nú forðar sér.

Líkur á hækkandi verðbólgu út árið hérlendis”

Fram undan er vá legur vandi
og verðbólgu hasar út í eitt
því verður erfit í þessu landi
þrautarganga vítt og breitt.

Fárviðri nútímans flöktum víst í
með fádæma róti án festu
Á varðbergi öll hérna verðum því
vinnum úr þessu að mestu.

Ef launin hækka lítið eitt
Það laga mundi kjörin
Og forstjórar fái ekki neitt
þá fellur aðeins skörin.

ERLENT: Þýskaland rambar á barmi efnahagslægðar

Hagkerfi alheims halloka fara
Heimilin neyðast til að spara
Já ástandið ljótt
Að fólki er sótt
Almenningur signir sig bara.

,,Löglegur neysluskammtur‘‘

Ég oft hér út á fjörðinn fer
í fallegu veðri en samt
fylli þá kassana og flýti mér
fiska minn neysluskammt.

Höf. Pétur Hraunfjörð.