Fara í efni

DÓMGREINDAR-LEYSI EÐA PÓLITÍK

Fréttir af flokksráðsfundi VG þar sem gefin er línan fyrir atkvæðagreiðslu í Landsdómsmálinu segir allt sem segja þarf: Þetta eru pólitísk réttarhöld! Hafi einhver velkst í vafa um það þá hlýtur sá vafi að vera úr sögunni. Eða hvað?
Dómgreinadarleysið ríður greinilega ekki við einteyming á sumum búum!
Annað hvort er þetta dómgreindarleysi eða pólitík. Ég vona að það sé það fyrra en held því miður að það sé það síðara - nema þá blanda af hvoru tveggja.
Jóhannes Gr. Jónsson

Þakka þér bréfið Jóhannes. Ég bendi þér á að drjúgur hluti fundarmanna kaus að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um Landsdómsmálið og þótti hún greinilega ekki við hæfi. Sjálfur var ég í þeim hópi og gerði jafnframt grein fyrir afstöðu minni.
Ögmundur Jónasson