BRENNANADI MÁLEFNI RÆDD Í VIKULOKIN
						
        			04.10.2014
			
					
			
							Í dag tók ég þátt í umræðu um helstu málefni líðandi stundar í þættinum Vikulokin á RÁS 1 Rikisútvarpsins. Á meðal þess sem rætt var um, var fyrirhuguð vinnustöðvun lækna, fjármögnun nýs Landspítala, Guðmundar og Geirfinnsmál, verðlagning mjólkurafurða og endurgreiðsla Tryggingastofnunar til öryrkja - hvernig að henni skuli staðið. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ákvörðun um að úthýsa íslenskum fyrirtækjum á borð við Kaffitár þaðan, bar einnig á góma.
Þátturinn er hér:
 
						