Fara í efni

BJÖRGUNARSVEITIR VERÐI ÓEIRÐALÖGREGLA?

Er ríkisstjórnin að verða galin? Heyrði ég það rétt að dómsmálaráherrann vilji gera björgunarsveitirnar að einhverjum baksveitum fyrir lögreglu til að berja niður óeirðir? Það var gott að heyra í talsmanni Landsbjargar sem vísaði þessu út í hafsauga og sagði að sveitirnar væru til að bjarga og hjálpa fólki en ekki til að berja á því. Hvers vegna er ríkisstjórnin farin að óttast óeirðir? Er það vegna þess að hún er farin að trúa því að gerð verði uppreisn gegn kjaramisréttinu í landinu sem fer vaxandi af hennar völdum? Er þá ekki verkefnið að draga úr misréttinu í stað þess að berja á þeim sem vilja réttlátt samfélag? Hvað segir Samfylkingin? Alltaf þegir hún þegar talið berst að félagslegu misrétti.
Haffi