Fara í efni

BEÐIÐ EFTIR HEITASTA PARINU

Ég sé að verið er að teppaleggja fyrir einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu í boði ríkisstjórnarinnar.  Allir sem eru á móti eru reknir. Svona á þetta að vera. Þetta er almennilegt! Guðlaugur Þór segir að bjóða þurfi út þjónustuna til að bæta hana. Strax búið að auglýsa heila deild á Landakoti í útboð og alla lötu læknaritarana líka. Gaman var að heyra hvað Ásta R. og Kristinn H. höfðu góðan skilning á þessu í umræðunni á Alþingi: Skamm, þið hafið verið að slugsa læknaritarar og líka þið sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar á Landakoti. Nú er bara að sjá til þess að heitasta parið taki yfir, Hannes Hólmsteinn og Margrét Pála. Vant fólk, vönduð vinna.  Eftir hverju er verið að bíða? Læknaritararnir á LSH og hjúkrunarfólkið á Landakoti hefur greinilega verið handónýtt. Áfram einkavæðingarráðherra!!! Áfram, áfram, áfram!
Sunna Sara