BANKAR OG FASTEIGNABRASK
						
        			27.12.2007
			
					
			
							Sæll Ögmundur, 
Rakst á umræðu frá 4. apríl 2005 hjá þér þar sem lesandi sendi inn hugleiðingu varðandi " fasteignabrask bankanna " sá þó engin svör eða frekari umræðu. Var eitthvað meira fjallað um þetta og ef svo, er hægt að nálgast það einhversstaðar? 
Kær kveðja, 
Freyr
Þakka bréfið Freyr. 
Þetta er hárrétt hjá þér. Hér er slóðin  https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/bankar-i-fasteignabraski  á bréfið sem þú vitnar til. Ég fjallaði um þetta á Alþingi í tengslum við þingmál sem VG bar fyrir brjósti á þessum tíma um að bankar ættu að vera bankar sem stunduðu lánastarfsemi  en ekki jafnframt fjárfestinga- og braskfyrirtæki. Fróðlegt væri að kanna hvernig tengsl bankanna við fasteignamarkaðinn hafa þróast.
Kv. 
Ögmundur 
