Fara í efni

BANKAKERFIÐ ER SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKNUM ÞAÐ SEM SÍS VAR...

Það er stundum haft á orði þegar talað er um viðskipti að First Rule of Business is to stay in Business. Það er nefnilega ekkert hægt að gera ef þú ferð á hausinn.
Það er hins vegar jafn rétt að þegar fyrirtæki er komið í þrot, þá er best að drífa það af. Bankarnir á Íslandi eru komnir í þrot. Ef þeir gætu horfst í augu við það og látið sig rúlla, þá myndi íslenska þjóðin græða. Krónan myndi rétta sig af einsog skot, jafnvel samdægurs; gjaldeyrisskorturinn hyrfi (allar afborganir þeirra yrðu frystar) og útlendir lánardrottnar myndu tapa, einsog gerist í viðskiptum. Íslenska þjóðin myndi losna úr ánauð manna sem hafa ekkert viðskiptavit en öll völd og vera komin á góðan sjó innan 6 mánaða. Það vantar hreingerningu strax. Annars tapast eignir landsmanna í vonlausri baráttu fyrir vonlausum fyrirtækjum.
Hreinn K.
PS
Talandi um þrautavaralán. Seðlabankar annarra landa hafa lánað bönkum, sem svarar kannski 5-6 milljörðum, Northern Rock í Bretlandi fékk 10 milljarða að talið er (umreiknað eftir höfðatölu). Það myndi enginn lána einu fyrirtæki 6% af landsframleiðslu, til að redda næstu sex mánuðum. Þetta var hræðilega misráðin aðgerð. Bankakerfið er Sjálfstæðisflokknum það sem SÍS var Framsóknarflokknum.