Fara í efni

RÍKISSKÚFFAN Í EYJAFIRÐI: GREIÐ LEIÐ EHF

Skipan opinberra samgönguframkvæmda á Íslandi er auðvitað undir hæl kjördæmapotara á Alþingi öðrum hælum fremur, þótt auðvitað leiki þar stórverktakar sinn þátt líka, sem þrýstiafl.  Við slíkar aðstæður er oft tilviljun háð hvað úr koppum kemur og víst er að algerlega skortir faglega skipulagssýn á málið.  Slík sýn er raunar talin truflandi fyrir þá kjördæmapotara, sem þrýfast á leikþáttum tengdum fjárskömmtun á vegfé til framkvæmda eða öðrum skugglegri brelluleikjum, tengdum ,,einkaframkvæmd".
Byggðakröm Siglufjarðar á Tröllaskaga leiddi nýlega til gerðar 12.5 milljarða Héðinsfjarðaganga. Ólíklegt er þó að göngin efli það þéttbýlið og stefnir íbúatalan í að fara undir 1000 íbúa. Sagt er þó að göngin séu þáttur í ,,eflingu Eyjafjarðarsvæðisins" (Les Akureyrar).
Annað ,,eflingarátak" fyrir Eyjafjarðasvæðið er sagt að verði götun á Vaðlaheiði. Húsavík sem nú er rúmlega 90 km. vegalengd frá Akureyri er sögð færast nær ,,höfuðstaðnum" um 16 km við framtakið, tímasparnaður í akstri verður 9 mínútur m.v.leyfðan hámarkshraða.
Akureyri mun eflast sem þjónustukjarni fyrir Þingeyinga er sagt en hagur húsvíkinga gæti þá orðið málum blandinn ! Enginn heldur því fram að götun Vaðalaheiðar sé brýnt nauðsynjarmál,enda er Víkurskarðsspottinn  yfir meðalgæðum íslenskra þjóðvega og mun áfram veða prýðisvalakostur !
Verðmiðinn á Vaðlaheiðargöng mun varla sýna minna en 10 milljarða þegar upp verður staðið. Vegtollar mun skila max 200 milljónum nettó á ári miðað við núv.verðalag, raunsætt mat á umferð og smkeppnismálaefna.
Spunamynd verður nú upp dregin, sem sýnir óraunsæjan, lágan stofnkostnað og ofurtekjur af veggjaldi. Þeirri leikmynd verður brátt stillt upp svo hægt verði að hefja för, sem ekki verður bakkað úr.
Greið leið ehf  skal endurræst með ríkið í meirihlutaeigu og með ríkið sem ábyrgðartaka fyrir öllum lánum, stofnkostnaði.  Kúnstin er að félagið fari þá í E hluta í fjárreiðumálum ríkisins, skuldbindingar þess verði þannig duldar og njóti ekki eftirlits eða afskipta fjárveitingavaldsins ! - Fari félagið verulega halloka í rekstri, mun tapið samt auðvitað lenda á ríkissjóði, varla á þeim lifeyrirsjóðum t.d., sem eiga að hætta fé sínu til skúffurfyrirtækis undir ríkispilsfaldi !
Bólubrellurnar eru liðin tíð ! Þær eru ekki lengur brellur, þegar eðli þeirra er upplýst skv. biturri reynslu.  Formgerðin um götun Vaðlaheiðar er móðgun við íslenskan almenning árið 2011.
Ef leggja á í götun Vaðlaheiðar er eins gott að upplýst verði strax að bein ríkisútgjöldin verða að öllum líkum á bilinu 6 til 7 milljarðar til þeirra framkvæmdar, þótt tekjur af veggjaldi komi til sögunnar. Þá þarf um leið að útskýra hvers vegna valkostabraut tengd útþennslu Eyjafjarðarsvæðisins er nú brýnasta samgönguframkvæmd á hina fátæka Íslandi.

 

 

                                                                                     Kv. Baldur Andrésson