Fara í efni

ÁSKORUN

MBL- HAUSINN
MBL- HAUSINN
Birtist í Morgunblaðinu 20.04.16.
Í lok ágúst 2012 birtist í fjölmiðlum áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar undir yfirskriftinni Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign. Skorað var á stjórnvöld að koma í kring kaupum ríkisins á jörðinni og gera hana að almannaeign.
Ríkið á nú þegar um fjórðung í þessari landmiklu jörð og að auki tvær jarðir, Víðidal og Möðrudal, suður af Grímsstöðum. Jörðin er og í þjóðlendujaðrinum og þannig beintengd landi í almannaeigu. Tekið skal undir það sem fram kemur í framangreindri áskorun frá 2012 að æskilegt er að mótuð verði stefna varðandi eignarhald og umráð yfir óbyggðum og þá sérstaklega landi sem teygir sig í hálendið eða liggur í jaðri þjóðgarða. Það á til dæmis við um Jökulsárlón sem kastljósin beinast nú að.  Undir fyrrnefnda áskorun skrifuðu um 150 einstaklingar nöfn sín og vekur athygli hve víða að úr þjóðfélaginu þeir eru og úr öllu litrófi stjórnmálanna.
Og þetta var fólkið:

Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, Ólafur Stefánsson, handknattleiksfyrirliði, Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, Páll Skúlason, heimspekingur, fyrrverandi Háskólarektor, Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður, Matthías Johannessen, rithöfundur, Brynhildur Halldórsdóttir, æðarræktandi, Syðra-Lóni, Langanesi, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri, Jón Ólafsson, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, Halldór G. Jónasson, stýrimaður, Vopnafirði, Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona, Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, Gunnar Kristjánsson, prófastur, Reynivöllum í Kjós, Steinþór Heiðarsson, bóndi, Ytri-Tungu á Tjörnesi, Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði, HÍ, Helgi Valdimarsson, læknir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri,

Ágúst Valfells

Ágúst Valfells, verkfræðingur, fyrrv. forst. Almannavarna, Bragi Benediktsson, bóndi, Grímsstöðum á Fjöllum, Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, Elísabet Jónasdóttir, fyrrv. bókavörður, Akureyri, Elín Agla Briem, meistaranemi í um­hverfis- og auðlindafræði, Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur, Halla Guðmundsdóttir, bóndi, Ásum, Stefán Jón Hafstein, Reykjavík, Halldóra Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor HÍ og HA, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, Hlín Svavarsdóttir, dansari, Hafsteinn Hjartarson, verktaki,Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og skáld, Guðrún Kristjánsdóttir, myndlistarmaður, Bjarni E. Guðleifsson, prófessor emeritus, Möðruvöllum, Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Margrét Birna Andrésdóttir, læknir, Agnar H. Gunnarsson, bóndi og oddviti, Miklabæ, Skagafirði, Helgi Helgason, við­skipta­stjóri, Ólöf Guðrún Helgadóttir, snyrtifræðingur, Guðmundur Vilhjálmsson, vélfræðingur, Húsa­vík, Melkorka Ólafsdóttir, tónlistarkona, Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi, Rúnar Þórarinsson, bóndi, Sandfellshaga, Öxarfirði, Sigríður Stefánsdóttir, réttarfélagsfræðingur, Kristín Jónsdóttir, náttúrufræðingur og kennari, Vopnafirði, Steinunn H. Blöndal, ljósmóðir, Hreinn Friðfinnsson, myndlistarmaður, Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, Reimar Sigurjónsson, bóndi, Felli, Finnafirði, Ólafur Ármann Sigurðsson, skipstjóri, Eyvík, Tjörneshreppi, Jón Helgason, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, Seglbúðum, Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur, Álftanesi,

Margrét Helga Vilhjálmsdóttir

Margrét Helga Vilhjálmsdóttir, húsmóðir, Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi, Hulda Sigmarsdóttir frá Húsa­vík, nemi í arkitektúr, Svanhildur Kaaber, kennari,Þórhallur Vilmundarson, örnefnafræðingur, Anna M. Leósdóttir, myndlistarmaður, Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður, Baldur Jónasson, fyrrv. markaðsstjóri, Viðar Gunngeirsson, bóndi, Ásum, Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur, Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður, Megas, tónlistarmaður, Óskar Árni Óskarsson, rithöfundur, Friðrik Sigurðsson, bóksali, Húsa­vík, Andri Snær Magnason, rithöfundur, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, myndlistarmaður, Svanur Halldórsson, leigubílstjóri, Kópavogi, Atli Vigfússon, bóndi, Laxamýri, S-þing., Þorgerður Þorvaldsdóttir, þroskaþjálfi, Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður, Elísabet Hjörleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent, Valgarður Egilsson, læknir og rithöfundur, Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu, Anna K. Kristjánsdóttir, vélfræðingur, Ragnheiður Torfadóttir, frv. rektor MR, Kristinn Friðfinnsson, sóknarprestur, Selfossi, Sigurður Pálsson, rithöfundur, Eiður Svanberg Guðnason, fyrrv. sendiherra, Sigurður Benediktsson, tannlæknir, Eggert Pálsson, tónlistarmaður, Hallfríður M. Pálsdóttir, hómópati, Bryndís Ísaksdóttir, bókasafnsfræðingur, Vilhjálmur Geir Kristjánsson, vélfræðingur, Akureyri, Sólveig Jónsdóttir, aktívisti, Þórður Helgason, dósent, Uggi Ævarsson, fornleifafræðingur, Kristján Karlsson, skáld, Ólafur G. Einarsson, fyrrv. forseti Alþingis, Snorri Ingimarsson, læknir, Guðmundur Gíslason, fyrrv. aðstoðarbankastjóri, Ása Jóhannesdóttir, leikskólakennari, Runólfur Guðmundsson, skipstjóri, Grundarfirði, Ingvar Gíslason, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, Dagbjört H. Óskarsdóttir, snyrtifræðingur, Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur, Akureyri, Trausti Aðalsteinsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, Húsa­vík, Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrum forseti Alþingis,

Halldór Blöndal

Halldór Blöndal, fyrrv. forseti Alþingis, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrv. alþingismaður, Sigrún Helgadóttir, fræðibókahöfundur, Ólafur B. Andrésson, skrifstofumaður, Kjartan Ólafsson, fyrrv. ritstjóri, Jón Þórisson, arkitekt, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, Pétur Jónsson, fyrrv. borgarfulltrúi, Helgi Már Arthúrsson, blaðamaður, Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður, Gunnar Guttormsson, vélfræðingur, Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri, Akureyri, Guðmundur H. Garðarson, fyrrv. alþingismaður, Pétur Örn Björnsson, arkitekt, Gunnþór Ingason, sérþjónustuprestur á sviði þjóðmenningar, Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, Halla Ólafsdóttir, háskólanemi, Ásdís Bragadóttir, talmeinafræðingur, Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestu, Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir, örverufræðingur, Helga Margrét Ögmundsdóttir, prófessor HÍ, Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar, Sigurður E. Guðmundsson, sagnfr. og fyrrv.framkvæmdastj,Gísli Tryggvason, lögfræðingur, Kópavogi, Jóhanna Aradóttir, umsjónarmaður, Álftanesi, Svavar Gestsson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, Ingibjörg Jónasdóttir, fyrrv. fræðslustjóri, Reykjavík, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Páll Pétursson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, Ólafur S. Andrésson, prófessor,  Björn Vigfússon, menntaskólakennari, Akureyri, Egill Kolbeinsson, tannlæknir, Hafnarfirði, Helgi Magnússon, sagnfræðingur, Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, Guðrún Eggertsdóttir, bókasafnsfræðingur, Védís Ólafsdóttir, háskólanemi, Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður, Anna Lísa Björnsdóttir, framkvæmdastjóri, Guðni Ágústsson, fyrrv.alþingismaður og ráðherra, Sigurður Örn Guðbjörnsson, mannfræðingur, Valgerður Andrésdóttir, erfðafræðingur, Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri, Kári Arnórsson, fyrrverandi skólastjóri, Svanhildur Halldórsdóttir, Kópavogi, Þorsteinn frá Hamri, skáld, Katrín Fjeldsted, læknir, Ævar Kjartansson, útvarpsmaður, Ása Ketilsdóttir, Laugalandi við Ísa­fjarðardjúp, Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður.
Er ekki rétt að taka þessa áskorun alvarlega?
Ögmundur Jónasson, alþingismaður