Fara í efni

ÁRAMÓTAÁVARP ARNARS

Frábærar þóttu mér áramótahugleiðingar Arnars Atlasonar, formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í árslok.
Þar er árið gert upp gagnvart sjávarútvegnum, horft til Namibíu- og Samherjamálsins, strandveiða, tilrauna sjávarútvegsráðherra til að kvótasetja grásleppuna, þeirrar staðreyndar að 8% af veiddum þorski, 50 – 55 þúsund tonn, eru flutt óunnin úr landi, skaðabótakröfu stórútgerðarinnar á hendur ríkinu og sitthvað annað er til umræðu í þessu yfirliti Arnars.
Eina sem ég er ósammála Arnari er samanburðurinn við samvinnurekstur bændanna sem ég tel vera af allt öðrum meiði en kvótakerfið í sjávarúrvegi þar sem einkahagsmunir ráða. En það er önnur saga. Þakkir Arnar Atlason! Þakkir til Kjarnans. Geinin er hér: https://kjarninn.is/skodun/2020-12-23-2020-arid-sem-sjavarutvegurinn-hefdi-att-ad-skila-sinu/