Fara í efni

ÁKALL TIL ALÞINGIS

Ögmundur og þjóðin öll: Gleðilegt nýtt ár, frjótt og farsælt. Fyrst ber þá að líta til þess að þjóðin þarf að fylkja sér saman og það er enginn vafi að hún mun gera það, því enn er þetta sama þjóðin og fyrr. En, það er eitt stórt vandamál. Það vandamál er trúðleikur sá á þingi sem þjóðin hefur orðið vitni að nú að undanförnu og hefur, ásamt fleiru, sundrað henni. Fylkingar hafa myndast, uppraðaðar eftir 4-flokka skítkast-pólitík. Mjög stór hluti þjóðarinnar, sá stóri hluti hennar sem ekki er múlbundinn með flokks-skírteinum, finnst hann hafa verið svikinn, smánaður og spottaður í þeim skrípaleik sem við höfum horft upp á. En, þá getum við horft til manns eins og Þorgeirs Ljósvetningagoða, þess vitra manns, í von um að íslenskir stjórnmálamenn hætti á nýju ári að ástunda 4-flokka keppni í skítkasti, eða migu-keppni, heldur einbeiti sér að því EINU að leita leiða til að finna sameiginlega sáttargjörð fyrir hönd lands og þjóðar, að sameina en ekki sundra þjóðinni. Finni þeir þær leiðir og vinni eftir þeim, þá mun þjóðin fylkja sér tvíefldari en fyrr. En...þeirra leiða hafa íslenskir atvinnu-pólitíkusar, því miður, ekki enn borið gæfu til að leita í sameiningu að. Þangað til...spyrjum við um gildi friðarins á nýju ári.
Pétur Örn Björnsson