Fara í efni

ÁHERSLA Á AÐ VERA Á MÁLEFNI EKKI MÁLSVARA

Mér sýnist íslensk stjórnvöld vera að gera ein mistök er varða umsókn Íslands að Evrópusambandið (ESB). Þannig er að í Íslandssögu 19. og 20. aldar skiptu einstakir leiðtogar alltaf mun meira máli en innihald þeirra stjórnarmála sem um var að tefla. Íslendingar hafa alltaf tekið afstöðu frekar til stjórnmálaleiðtoga, trúarleiðtoga og uppeldisfrömuða fremur en til málefna, eins og hér kemur fram. Hið sama mun og gilda um EES þar sem ekki var þjóðaratkvæðagreiðsla en persónustjórnmál munu hafa ráðið þar úrslitum. Hver las annars EES-samninginn? Í ESB-málinu mun það vera forysta aðildarsinna sem ræður miklu um það hvort aðildarsamningur Íslands að ESB hlýtur brautargengi eður ei. Sú er mín sannfæring og byggist hún á reynslu Íslands á þarsíðustu og síðust öld sem liðnar eru.
Kjartan Emil Sigurðsson