Fara í efni

ÁFRAM EKKERT STOPP!

Þannig hljómaði frægt slagorð Framsóknarmanna, sem litu á hlutverk sitt að skaffa verktökum í flokknum vinnu við ósjálfbærar virkjunarframkvæmdir. Samfylkingin gerði garðinn frægan með ofurtrú á bankabóluna og eru enn við sama heygarðshornið. Sömu ráðherrarr og voru í hrunstjórninni eru enn við völd og einn þeirra fyrrverandi brillerar nú í fyrirspurnartímum Alþingis. Þessir menn hafa ekki breytt um skoðun á neinu, hafa ekki beðið afsökunar á neinu og hafa ekkert skilið. Það er kaldhæðni aldarinnar að sá Samfylkingarmaður sem mærði bankana einna helst í aðdraganda hrunsins og kom fram í Kastljósþætti mánuði fyrir hrun, þar sem hann taldi viðskiptamódel bankanna "snilldarlegt", sé nú viðskiptaráðherra. Trú hans á eigin dómgreind beið enga hnekki, né vina hans í flokknum. Nú telur hann landsölu til Kínverska einræðisríkisins, sem að umfangi jafnast á við að Bandaríkjamenn seldu Kínverjum Hawai, vera álíka snilld og útrásarbankarnir voru á sínum tíma. Það er sorglegt að Íslendingar skuli velja til ábyrgðar menn, sem hafa blaktandi peningaseðil fyrir gunnfána og eru fávísir og auðtrúa ofan í kaupið. Það er sagt gáfumerki að geta lært af reynslu annarra en eins er hitt heimskumerki að geta ekki einu sinni lært af sinni eigin.
Hreinn K