ÆTLA SJÁLFSTÆÐISMENN AÐ SAMÞYKKJA SKATTA TIL VOPNAKAUPA?
						
        			28.05.2025
			
					
			
							Nú hefur forsætisráðherra lýst því yfir að ríkisstjórnin vilji hækka útgjöld Íslendinga til hermála upp í 1,5% af þjóðarfrmleiðslu. Það munu vera  70 milljarðar. Þetta kallar á annað tveggja, skattahækkanir eða niðurskurð eða þá blöndu af þessu tvennu. 
Sjálfstæðisflokkurinn þykist vera sá flokkur sem sé hvað andvígastur skattahækkunum; um niðurskurð er hann fáorður en reynslan sýnir hins vegar að honum er sama um niðurskurð ef hann bitnar ekki á efnafólki eða öðru gælufólki flokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á þingi í umræðu um makalausar yfirlýsingar Kirstrúnar Frostadóttur fyrir hönd íslenskra "jafnaðarmanna". 
Jóhannes Gr. Jónsson 
