Fara í efni

AÐALSTEINN SJÁLFUR

Erum við eitt, Ögmundur, þú og ég? Allavega gæti maður haldið það þegar maður les skrif hins hámenntaða prófessors, Þórólfs Matthíassonar þar sem hann lætur að því liggja að þú hafir skrifað bréf sem ég skrifaði og sendi inn á síðuna þína undir eigin nafni. Maður fer bara að efast um eigið sjálf þegar prófessorinn fer að ýja að því að ég sé alls ekki ég sjálfur heldu þú. Eða ert þú kannski ég ? Ég gat ekki alveg ráðið í það í skrifum prófessorsins. Kannski erum við hvorugur okkar og þá kannski einhver allt annar. Prófessorinn getur kannski fundið útúr því fyrir okkur. Nema þá að ég sé hugarfóstur þitt og þú sérst þá margklofinn perónuleiki, sem er ákveðinn hluti af geðveilu. Kannski þarft þú þá Ögmundur, að fá vottorð uppá geðheilbrigði eins og borgarstjórinn okkar fyrrverandi. Það fer kannski að verða nauðsyn að ganga með slíkt vottorð uppá vasann með öðrum persónuskírlikjum. Annars er ég bara upp með mér að prófessorinn skuli ekki geta greint á milli minna skrifa og þinna. Ég vissi ekki að ég væri svona ritfær. Hinsvegar held ég að sprenglærður prófessor ætti að geta borið saman ritstíl og orðafar og séð að þarna fara tveir óskyldir menn, þótt þeir séu sammála um að prófessorinn sé ekki mjög faglegur í skrifum sínum.
Aðalsteinn Stefánsson (sjálfur)