Fara í efni

Á ÚTIFUNDI Í STRASBOURG GEGN OFBELDINU Í AFRIN

Kúrdar - Strasborg
Kúrdar - Strasborg

Í kvöld var ég ræðumaður á útifundi í Strasbourg gegn hernaðarofbeldinu í Afrin í kúrdíska hluta Norður Sýrlands. Sem kunnugt er hefur tyrkneski herinn náð Afrin borg á sitt vald með skefjalausu ofbeldi og hrakið þorra íbúanna á brott. 
Eftir að sjá myndbönd af framferði tyrkneska hersins í Kúrdahéruðum Tyrklands í vitnaleiðslum í París í síðustu viku get ég gert mér í hugarlund ástandið í Afrin og héraðinu umhverfis sem ber sama nafn; mannfall mikið, heilu byggðirnar og borgarhverfi í rústum, hundruð þúsunda manna á vergangi.
Í ræðu minni vísaði ég meðal annars til stríðsglæpadómstólsins í París yfir glæpum Tyrkja gagnvart Kúrdum en í tvo daga sat ég ásamt 300 fulltrúum og fylgdist með vitnaleiðslum.
Á útifundinum í kvöld sagði ég að heimurinn gæti ekki skýlt sér lengur  á bak við vanþekkingu á ofbeldinu sem Kúrdar þyrftu að þola og nú síðast í árásunum á Afrin.
Sagði ég að á Íslandi væri ríkur stuðningur við málstað Kúrda og minntist ég ungs Íslendings, Hauks Hilmarssonar, sem fallið hefði í átökunum. 
Kúrdar - Strasbourg öj