Fara í efni

Á ALÞINGI

Fórna sér fyrir breiðu bökin
býsna hæg þar heimatökin
samtökin skyld
og ljúga að vild
aum og léleg virðast rökin.

Rökum beita reyna að
ræna auðlindinni
Í fjörutíu ár fengu það
ekki að þessu sinni.

Þar töluðu töluvert mikið
töldu sig hafa gaman
En fengu það fyrir vikið
að fylgið hrundi saman.

Óþolandi hún orðin er
öllum stundum vælir
Hún má hætta fyrir mér
Heiðrún lýðinn fælir.

Vilja lífsins ljúfa njóta
og lyfta sér á tá
Ljúga og lýðnum hóta
auðlind vilja fá.

Höf.

Pétur Hraunfjörð.