Fara í efni

TUNGUTAK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Frægt að endemum var þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsti því yfir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að rússneskir sjóliðar á Svartahafi mættu “fokka sér”. Var þá sennilega átt við að þeir mættu fara norður og niður.

Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að þessu sinni Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur nú á nýjan leik minnt á þetta tungutak sem þingmönnum þessa stjórnmálaflokks virðist vera svo tamt. Tilefnið var sú yfirlýsingu nýkjörins forseta Íslands að sín skoðun væri sú að við ættum ekki að senda sprengjur til Úkraínu: “ Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við legðum mest af mörkum með því að velja frið.”

Okkur þótti mörgum þetta vera góð skilaboð. En ekki formanni utanríkismálanefndar, Dilja Mist. Hún sagði þetta vera “skítaskilaboð”.

Til að ræða stríð og frið og skilaboð verðandi forseta Íslands hafði síðdegisútvarp Bylgjunnar samband við mig í dag . Slóðin á viðtalið er hér: https://www.visir.is/k/68a60157-3b5a-441f-8da1-3b3614c80ed1-1717693268566/hvert-erum-vid-eiginlega-komin-eru-mennirnir-ordnir-snarodir-og-skortir-alla-domgreind-

---------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.