Fara í efni

TIL UPPRIFJUNAR

Ljónið
Ljónið


Ég hef verið talsvert spurður um tilefni skrifa minna í DV um ofbeldisfulla orðræðu. Ég hélt sannast sagna að flestir hefðu séð skrif Guðbergs Bergssonar, rithöfundar,  á vefmiðlinum Eyjunni nýlega í tilefni þess að fallið var frá því að ákæra mann fyrir nauðgun. Skrif Guðbergs og umtal í fjölmiðlum varð til þess að ég rifjaði upp skrif frá því fyrir nokkrum árum þegar sami maður og hér átti í hlut og gengur undir nafninu Gillzenegger skrifaði á blogg-síður um nauðsyn þess að beita konur, sem vildu upp á dekk, kynferðislegu ofbeldi. Þessu svaraði ég á sínum tíma með blaðaskrifum. Aðkoma mín nú er af sama meiði, nema hvað tilefnið að þessu sinni eru skrif okkar ágæta rithöfundar Guðbergs Bergssonar.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ofbeldi-i-ordum

http://blog.pressan.is/gudbergur/2012/06/17/gillzenegger-og-islenskt-gedslag//

http://blogg.smugan.is/drifa/2011/06/