Fara í efni

ÞÓRARINN ELDJÁRN Í MÁLI OG MYND

Í vikunni sem leið sýndi Sjónvarpið heimildarmynd um rithöfundinn Þórarin Eldjárn. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti og mæla með honum við þau sem ekki sáu hann.

Og það geri ég af þremur ástæðum.

Í fyrsta lagi er Þórarinn Eldjárn einstaklega hugmyndaríkur, vekjandi og skemmtilegur rithöfundur og kemur það vel fram í þessum þætti.

Í öðru lagi er þessi þáttur einstaklega vel gerður. Arthúr Björgvin Bollason ræðir við skáldið eins og honum einum er lagið og njóta samræðurnar sín vel vegna þess hve listilega þátturinn er byggður upp. Þá er myndataka, klipping og öll úrvinnsla frábærlega vel úr garði gerð. Þetta gerist ekki af sjálfu sér það þekki ég sem gamall sjónvarpsmaður. Fagmennska og góður smekkur Jóns Egils Bergþórssonar er ótvíræð. Kvikmyndastjórnin er í höndum hans en framleiðslan í höndum Eggerts Gunnarssonar. Úrvalsmenn skipa þannig hvert rúm.

Í þriðja lagi mæli ég með þættinum einfaldlega vegna þess hve góða skemmtun má hafa af því að horfa á hann. Það er verðug ástæða til að mæla með því að setjast fyrir framan sjónvarpstækið og horfa. Gjörið svo vel í boði RÚV:

Þórarinn Eldjárn - Húmor er oft ekkert grin https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/thorarinn-eldjarn-humor-er-oft-ekkert-grin/35660/ak2i61

-----------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometimes people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Usually this is because the reply has been directed to the trash bin. Be aware of this.)