Fara í efni

STYÐJUM JÓSU: MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT

Mín góða vinkona, Jósa Goodlife (skírnarnafn Jóhanna Guðleif) vinnur að útgáfu bókar sem hún kallar ljóðræna sjálfsævisögu, Elemental Rebirth. Jóhanna er búsett í Kaliforníu en með annan fótinn á Íslandi.

Jóhanna gekkst undir krabbameinsaðgerð þar sem fjarlægja þurfti legið og reyndist það henni mjög þungbært. Bókin er tilfinningalegt uppgjör hennar og tilraun til sjálfshjálpar bæði sér og öðrum.

Nú er hafin söfnun á Karolinafund til að aðstoða við fjármögnun bókar hennar og er takmarkið að safna rúmum átta hundruð þúsund krónum á næstu vikum.

Ég hvet öll þau sem lesa þessar línur að opna slóðina hér að neðan og kynna sér þetta framtak Jósu. Þakkarvert væri að setja eitthvert framlag inn á reikninginn á Karolinafund og aðstoða hana þannig í þessu lofsverða framtaki hennar minnug þess margt smátt gerir eitt stórt.

https://www.karolinafund.com/project/view/5914

--------------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.